Verktakar
Rætur verktakar eru alhliða byggingaverktakar. Starfssvæði félagsins er á Suðurnesjum ásamt höfuðborgarsvæðinu. Hjá félaginu starfa 9 smiðir og byggingaverkamenn með áratuga reynslu. Félagið tekur að sér allar tegundir af verkefnum s.s. þakskipti, pallasmíð, uppsteypu og gluggaskipti. Við höfum einnig mikla reynslu af því að taka eldri hús og íbúðir í gegn frá A til Ö að innan og utan.
Rætur verktakar leggja áherslu á gæði, fagmennsku og gott samstarf við samstarfsaðila sína.
Tilboð eða tímavinna.
Við sérhæfum okkur í að skipta um þök af öllum stærðum og gerðum.
Við hjá Rætur verktakar tökum af og til að okkur verkefni þar sem gera þarf endurbætur frá A-Ö. Hér er dæmi um útkomuna úr slíku verkefni.