Rætur
Rætur er alhliða byggingafélag sem er byggt á yfir 25 ára grunni. Starfsmenn félagsins eru með áratuga reynslu af alhliða byggingaverkefnum og rekstri.
Starfsemi félagsins skiptis í 3 stoðir, nýbyggingu og sölu íbúðarhúsnæðis, almenna byggingaverktöku og leigu íbúðarhúsnæðis.
Rætur verktakar eru alhliða byggingaverktakar. Starfssvæði félagsins er á Suðurnesjum ásamt höfuðborgarsvæðinu. Hjá félaginu starfa 9 smiðir og verkamenn með áratuga reynslu. Félagið tekur að sér allar tegundir af verkefnum s.s. þakskipti, pallasmíð, uppsteypu og gluggaskipti. Við höfum einnig mikla reynslu af því að taka eldri hús og íbúðir í gegn frá A til Ö að innan og utan.
Rætur verktakar leggja áherslu á gæði, fagmennsku og gott samstarf við samstarfsaðila sína.
Tilboð eða tímavinna.
Meginstarfsemin hjá Rætur fasteignir er nýbygging og sala íbúðarhúsnæðis. Okkar áhersla er bygging gæðahúsnæðis fyrir fjölskyldur á sanngjörnu verði. Í samræmi við gildi félagsins þá leggjum við mikla áherslu á að kaupendur okkar fasteigna gangi sáttir frá borði.
Rætur fasteignafélag er lítið leigufélag sem leggur áherslu á að leigja vandaðar og fjölskylduvænar íbúðir í öruggri langtímaleigu.