Rætur einsetja sér ábyrga nýtingu náttúruauðlinda í allri sinni vinnu. Sérstök áhersla er lögð á flokkun sorps og ábyrga meðferð úrgangs. 

Markmið okkar er að:

  • minnka magn óflokkaðs sorps sem fer til urðunar.
  • auka hlutfall sorps sem fer í endurvinnslu.
  • efla vitund starfsmanna, viðskiptavina og samstarfsaðila um mikilvægi flokkunar.
  • öllum spilliefnum og hættulegum efnum er fargað á viðeigandi hátt. 

Aðgerðir

  1. Flokkun: í stærri verkum hafa starfsmenn og undirverktakar aðgang að merktum tunnum eða gámum þar sem sorp er flokkað. Dæmi um helstu flokka í byggingaframkvæmdum: 
    • Óflokkaður úrgangur
    • Hreint timbur  
    • Litað timbur 
    • Gifs 
    • Steinefni
    • Málmar  
  1. Fræðsla: Veita reglulega fræðslu um rétta flokkun sorps og mikilvægi endurvinnslu.

Ábyrgð

Allir starfsmenn bera ábyrgð á að fylgja stefnu um flokkun sorps. Stjórnendur sjá um að tryggja aðgengi að búnaði, leiðbeiningum og upplýsingum.

 

Þessi stefna er endurskoðuð árlega samhliða aðalfundi.