SMIÐIR!! – Erum við að leita að þér?
Rætur verktakar leita að húsasmið eða reynslumiklum aðila til að stækka teymið sitt. Við leitum að aðila sem getur unnið sjálfstætt og tekið ábyrgð á verkefnum.
Starfssvæðið er fyrst og fremst Suðurnesin en einnig tilfallandi verkefni annarsstaðar.
Helstu verkefni
- Nýbyggingar sem skilast fullbúnar
- Önnur tilfallandi smíðaverkefni
Hæfniskröfur:
- Meistararéttindi og/eða sveinspróf í húsasmíði æskilegt
- Bílpróf
- Góð Íslensku eða enskukunnátta
- Kranapróf og lyftarapróf væru kostur
Góð kjör í boði fyrir réttan aðila. Áhugasamir fylli út formið hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar gefur Elli í síma 696-9638. Einnig má senda póst á verktakar@raetur.is.