VIÐ STÖRFUM AÐ HEILUM HUG EFTIR GILDUNUM OKKAR

GÆÐI

REYNSLA

TRAUST

Starfsfólk – Við vinnum sem ein heild

Ína Björk Hannesdóttir

Ína Björk Hannesdóttir

Framkvæmdastjóri og eigandi
Ellert Hannesson

Ellert Hannesson

Yfirverkefnastjóri og eigandi

Elli eins og hann er alltaf kallaður er búinn að vinna við smíðar síðan hann var unglingur og því með hátt í 30 ára reynslu. Hann elskar að steypa hús og sjá þau rísa og verða að veruleika.

Hannes Einarsson

Hannes Einarsson

Byggingastjóri og ráðgjafi

Hannes er húsasmíðameistari og byggingastjór sem er hokinn af reynslu enda með yfir 50 ára reynslu. Hann hefur komið að öllum tegundum húsbygginga og er því betri en enginn í sinni ráðgjöf.

Robert Jan Pirog

Robert Jan Pirog

Innkaup og ráðgjöf

Robert er verkfræðingur sem hefur starfað á byggingamarkaði lengi. Hann er sérlegur sérfræðingur og áhugamaður um byggingarefni og nýjungar á byggingavörumarkaðnum. Svo er hann listasmiður sem getur allt.

Dominik Wozniak

Dominik Wozniak

Byggingaverkamaður

Dominik hefur unnið við smíðar í áraraðir og því reynslumikill á því sviði. Hann hefur búið á Íslandi í 30 ár og talar fína íslensku.

Mieczyslaw Wroblewski

Mieczyslaw Wroblewski

Byggingaverkamaður

Miedek eins og hann er alltaf kallaður hefur unnið fyrir Rætur og fyrirrennara frá því um aldamót. Reyndar fór hann heim til Póllands í hruninu en er kominn aftur sem gleður okkur mjög enda frábær handverksmaður.

Salvar Gauti Ingibergsson

Salvar Gauti Ingibergsson

Húsasmíðanemi

Salvar er að læra húsasmíði og er nemi hjá okkur. Hann stefnir á sveinspróf vorið 2025.

Brynjar Þór Ingibergsson

Húsasmiður

Brynjar er með sveinspróf í rafvirkjun en langaði að læra að smíða líka.

Marcin Orlikowski

Byggingaverkamaður

Marcin hóf störf hjá okkur haustið 2023.

Persónuverndastefna

Persónuverndarstefna

Þessi stefna, sem samþykkt var 1. maí 2023, nær til allra upplýsinga sem Rætur safna eða vinna með og teljast persónugreinanlegar. Ef þú hefur spurningar varðandi friðhelgisstefnu okkar eða meðhöndlun á persónugreinanlegum upplýsingum þínum, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á info@raetur.is.

 

  1. Skilgreiningar

“Viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar”

Viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar teljast kortaupplýsingar, persónulegar fjárhagsupplýsingar, kennitala, andlegt og líkamlegt heilsufar.

“Persónugreinanlegar upplýsingar”

Persónugreinanlegar upplýsingar teljast þær upplýsingar sem þú sjálfviljugur sendir/gefur upp til okkar sem auðkennir þig, tenglaupplýsingar svo sem nafn, tölvupóstfang, nafn fyrirtækis, heimilisfang, símanúmer og aðrar upplýsingar um þig eða fyrirtæki þitt.

Persónugreinanlegar upplýsingar kunna einnig að innihalda upplýsingar um færslur, bæði fríar eða borgaðar sem þú skráir á vefsíðurnar og þær upplýsingar um þig fáanlegar á netinu s.s. Facebook, Instagram, LinkedIn, Twitter og Google eða aðrar opinberar upplýsingar.

  1. Almennt

Persónugreinanlegum upplýsingum er haldið í lágmarki. Upplýsingar eru aðeins varðveittar í þann tíma sem lög heimila. Við lok varðveislutíma er upplýsingum eytt.

Aðgangi að upplýsingum er stýrt þannig að aðeins þeir sem á þurfa að halda fá aðgang.

Brugðist er við öllum fyrirspurnum einstaklinga varðandi eigin upplýsingar. Engar upplýsingar eru sendar án staðfestingar á réttmæti móttakanda á upplýsingunum.

Allar beiðnir um eyðingu gagna verða skoðaðar og brugðist við í samræmi við lög.  Ekki er hægt að eyða gögnum sem okkur er skylt að varðveita eða tryggja lög varða hagsmuni.

Vegna innheimtu er nauðsynlegt að deila persónugreinanlegum upplýsingum með aðilum sem sjá um innheimtu fyrir Rætur.

Engar persónugreinanlegar upplýsingar verða afhentar, seldar eða leigðar þriðja aðila nema að því marki sem heimilað er eða krafist á grundvelli viðeigandi laga eða reglna eða til að bregðast við löglegum aðgerðum eins og húsleitum, stefnum eða dómsúrskurði. Afhending getur einnig verið nauðsynleg í neyðarástandi eða til að tryggja öryggi starfsmanna félagsins eða þriðja aðila.

Upplýsingar eins og símanúmer eða netfang verða einungis notaðar til samskipta við viðskiptavini eða umsækjendur í tengslum við samning (þessar upplýsingar koma þó fram á leigusamningi, sem leigjendur kjósa í sumum tilfellum að þinglýsa) og markaðssetningu félagsins í samræmi við gildandi lög.

Einstaklingar geta ávallt óskað eftir leiðréttingu á upplýsingum um þá og munu Rætur bregðast við slíkum óskum þegar þær liggja fyrir.

  1. Upplýsingar um starfsmenn

Rætur kalla eftir ýmsum gögnum tengt atvinnuumsókn hjá félaginu. Þau gögn sem umsækjandi leggur fram í því ferli hvort sem um er að ræða ferilskrá, sakavottorð eða aðrar tegundir af upplýsingum eða gögnum geymir félagið í 6 mánuði frá afhendingu þeirra, hvort sem af ráðningu verður eða ekki. Ástæðan fyrir geymslu gagnanna er til að geta haft síðar samband við umsækjandann ef breytingar verða hjá félaginu og félagið vill bjóða umsækjanda í viðtal.

Starfsmenn gætu þurft að afhenda félaginu gögn sem í sumum tilfellum gætu flokkast sem viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar (læknisvottorð t.d.). Slík gögn eru geymd af félaginu ef lögmætir hagsmunir félagsins eru til staðar vegna t.d. veikindaleyfis, uppsagnar eða annarra ástæðna.