Huldudalur 19-21

Rætur verktakar byggðu parhús að Huldudal 19-21 í Innri Njarðvík.
Um er að ræða fullbúið fimm herbergja parhús, 175,5 fm, þar af 32,5 fm bílskúr við Huldudal 19-21.
Húsið er sérlega viðhaldslétt, með ál/tré gluggum og steinfíber klæðningu. Innkeyrslan verður steypt með snjóbræðslu ásamt sólpalli með heitum potti sem snýr í suður.

Afhending var vorið 2024.

Um er að ræða steinsteypt hús sem afhentist fullbúið án gólfefna fyrir utan forstofu, baðherbergi og þvottahús sem var flísalagt.
Sólpallur með heitum potti sem snýr í suður, lagnaleið til staðar fyrir rafmagnshleðslustöð og lóðin var grasilögð.

*Gólfsíðir gluggar í alrými
*Aukin lofthæð
*Bílastæði steypt með snjóbræðslulögn
*Lagnaleið fyrir rafmagnshleðslustöð á bílastæði
*Heitur pottur
*Innihurðir frá Birgisson
*Innréttingar í eldhúsi, á baðherbergi og fataskápar frá HTH.
*Gólfhiti

Svefnherbergin eru fjögur með fataskápum frá HTH í öllum herbergjum. Hjónaherbergið er 15,8 fm en hin þrjú herbergin eru 10,5 fm.
Eldhús er opið við stofu. Eldhúsinnrétting frá HTH/Ormsson og er annars vegar með ljósri mokka filmu og hins vegar úr dökkri eik. Innbyggður ísskápur, uppþvottavél, helluborð og bakaraofn.                              Á baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Innrétting frá HTH/Ormsson. Á baðherbergi er hurð út á pallinn þar sem heiti potturinn er.
Þvottahús verður með innréttingu frá HTH og vaski en þar verður pláss fyrir bæði þvottavél og þurrkara.
Epoxy á bílskúrsgólfi.