Fasteignir

Meginstarfsemin hjá Rætur fasteignir er nýbygging og sala íbúðarhúsnæðis. Okkar áhersla er bygging gæðahúsnæðis fyrir fjölskyldur á sanngjörnu verði. Í samræmi við gildi félagsins þá leggjum við mikla áherslu á að kaupendur okkar fasteigna gangi sáttir frá borði.

Rætur verktakar byggja 11 íbúða hús að Báruskeri 2 í Sandgerði | Suðurnesjabæ.

Í húsinu verða fjórar 4. herbergja íbúðir 93 fm hver, fjórar 3. herbergja íbúðir 83 fm hver og þrjár 2. herbergja íbúðir sem verða 64 fm hver.

Húsið verður sérlega viðhaldslétt, með ál/tré gluggum og báruál klæðningu. Innkeyrslan verður steypt með snjóbræðslu. Allar íbúðir verða annað hvort með svölum eða palli. Nánar

Afhending verður í apríl/maí 2025.

Frekari upplýsingar gefur Ína í s: 618-4497 eða ina@raetur.is

Rætur verktakar byggðu þetta fallega  parhús við Lækjarmót 26-28 í Sandgerði | Suðurnesjabæ.
Húsið var afhent nýjum eigendum í júlí 2024.

Um er að ræða steinsteypt hús 119 fm, 4 herbergja parhús, sem afhendist fullbúið án gólfefna fyrir utan forstofu og baðherbergi sem verða flísalögð.
Lagnaleið verður til staðar fyrir rafmagnshleðslustöð og lóðin verður grasilögð. Nánar

*Bílastæði steypt með snjóbræðslulögn
*Lagnaleið fyrir rafmagnshleðslustöð á bílastæði
*Innréttingar í eldhúsi, á baðherbergi og fataskápar frá HTH.
*Hiti er í öllum gólfum hússins, Rehau stýritæki fyrir gólfhita.

Rætur verktakar byggðu parhús að Huldudal 19-21 í Innri Njarðvík.
Um er að ræða fullbúið fimm herbergja parhús, 175,5 fm, þar af 32,5 fm bílskúr við Huldudal 19-21.
Húsið er sérlega viðhaldslétt, með ál/tré gluggum og steinfíber klæðningu. Innkeyrslan verður steypt með snjóbræðslu ásamt sólpalli með heitum potti sem snýr í suður.

Afhending var vorið 2024.

Um er að ræða steinsteypt hús sem afhentist fullbúið án gólfefna fyrir utan forstofu, baðherbergi og þvottahús sem var flísalagt.
Sólpallur með heitum potti sem snýr í suður, lagnaleið til staðar fyrir rafmagnshleðslustöð og lóðin var grasilögð.

*Gólfsíðir gluggar í alrými
*Aukin lofthæð
*Bílastæði steypt með snjóbræðslulögn
*Lagnaleið fyrir rafmagnshleðslustöð á bílastæði
*Heitur pottur
*Innihurðir frá Birgisson
*Innréttingar í eldhúsi, á baðherbergi og fataskápar frá HTH.
*Gólfhiti

Svefnherbergin eru fjögur með fataskápum frá HTH í öllum herbergjum. Hjónaherbergið er 15,8 fm en hin þrjú herbergin eru 10,5 fm.
Eldhús er opið við stofu. Eldhúsinnrétting frá HTH/Ormsson og er annars vegar með ljósri mokka filmu og hins vegar úr dökkri eik. Innbyggður ísskápur, uppþvottavél, helluborð og bakaraofn.                              Á baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Innrétting frá HTH/Ormsson. Á baðherbergi er hurð út á pallinn þar sem heiti potturinn er.
Þvottahús verður með innréttingu frá HTH og vaski en þar verður pláss fyrir bæði þvottavél og þurrkara.
Epoxy á bílskúrsgólfi. Nánar

Rætur verktakar ehf byggðu þetta glæsilega raðhús í nýju hverfi í Sandgerði, Skerjahverfinu. Hver íbúð er 3-4ra herbergja, 91 fm, ásamt 15 fm geymsluskúr á 37 fm sólpalli. Var raðhúsið fullklárað í vorið 2023 og afhent nýjum eigendum. Eignin er kædd með steinfíber plötum frá Equitone og er með ál/tré gluggum. Fyrir vikið er húsið mjög viðhaldslétt. Innréttingar frá HTH/Ormsson ásamt innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Gólfhiti með Danfoss hitastýringu. Innihurðar frá Birgisson. Gólf með harðparketi nema í votrýmum þar sem eru flísar. Fataskápar í svefnherbergjum. Nánar