Bárusker 2
Rætur verktakar byggðu 11 íbúða hús að Báruskeri 2 í Sandgerði | Suðurnesjabæ.
Glæsilegt tveggja hæða fjölbýlishús með 11 vel skipulögðum íbúðum á vinsælum og fjölskylduvænum stað í nýju hverfi í Sandgerði.
Um er að ræða tveggja til fjögurra herbergja íbúðir með sérinngangi og einu til þremur svefnherbergjum. Íbúðirnar skilast með gólfhita og vönduðum innréttingum frá HTH.
Um er að ræða tveggja til fjögurra herbergja íbúðir með sérinngangi og einu til þremur svefnherbergjum. Íbúðirnar skilast með gólfhita og vönduðum innréttingum frá HTH.
Húsið er sérlega viðhaldslétt, með ál/tré gluggum og báruál klæðningu. Allar íbúðir verða annað hvort með svölum eða palli.
Ídráttarrör fyrir rafhleðslustöð er lagt að öllum bílastæðum á sameiginlegu bílaplani. Sérgeymsla fylgir hverri íbúð og er staðsett í sameign hússins.
Íbúðirnar voru afhentar vor og sumar 2025.
Frekari upplýsingar á https://barusker.is/