Bárusker 2

Rætur verktakar byggðu  11 íbúða hús að Báruskeri 2 í Sandgerði | Suðurnesjabæ.
Glæsilegt tveggja hæða fjölbýlishús með 11 vel skipulögðum íbúðum á vinsælum og fjölskylduvænum stað í nýju hverfi í Sandgerði.
Um er að ræða tveggja til fjögurra herbergja íbúðir með sérinngangi og einu til þremur svefnherbergjum. Íbúðirnar skilast með gólfhita og vönduðum innréttingum frá HTH.

Húsið er sérlega viðhaldslétt, með ál/tré gluggum og báruál klæðningu.  Allar íbúðir verða annað hvort með svölum eða palli.

Ídráttarrör fyrir rafhleðslustöð er lagt að öllum bílastæðum á sameiginlegu bílaplani. Sérgeymsla fylgir hverri íbúð og er staðsett í sameign hússins.

Íbúðirnar voru afhentar vor og sumar 2025.

Frekari upplýsingar á https://barusker.is/

Skilalýsing Bárusker 2.