Bárusker 10

Rætur verktakar ehf byggðu þetta glæsilega raðhús í nýju hverfi í Sandgerði, Skerjahverfinu. Hver íbúð er 3-4ra herbergja, 91 fm, ásamt 15 fm geymsluskúr á 37 fm sólpalli. Var raðhúsið fullklárað í vorið 2023 og afhent nýjum eigendum. Eignin er kædd með steinfíber plötum frá Equitone og er með ál/tré gluggum. Fyrir vikið er húsið mjög viðhaldslétt. Innréttingar frá HTH/Ormsson ásamt innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Gólfhiti með Danfoss hitastýringu. Innihurðar frá Birgisson. Gólf með harðparketi nema í votrýmum þar sem eru flísar. Fataskápar í svefnherbergjum.
Frekari upplýsingar gefur Ína í s: 618-4497 eða ina@raetur.is